Tónlist

Þrír rómantískir menn

Þeir elska Schubert, þeir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson.
Þeir elska Schubert, þeir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson.

Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz.

Sönglög Schuberts og tveir djasstónlistarmenn er kannski ekki augljós samsetning. En hin rómantísku lög Schuberts innihalda þó allt sem spunamaður getur óskað sér í efnivið; þau eru hlaðin tilfinningum, hádramatísk og stútfull af áhugaverðum hljómrænum ferlum.

Hér er þó síst meiningin að „djassa“ Schubert með sveiflu og gangandi bassa.

Þvert á móti er hugmyndin að láta lögin njóta sín, oft í nær upprunalegu formi og spinna út frá þeim á sem fjölbreytilegastan máta; stundum byggt á stemningu lagsins, stundum á titli og texta og stundum á hljómagrind. Þetta er hvorki klassík né djass heldur tveir tónlistarmenn með fjölbreyttan bakgrunn að takast á við klassískan efnivið á nýjan hátt. Lögin eru valin úr hópi þekktustu stakra laga meistarans.

Dagskráin var frumflutt í Laugaborg í Eyjafirði sunnudaginn 6. maí síðastliðinn og hlaut frábærar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.