Tónlist

Groban bræddi íslensku kvenþjóðina

Josh Groban stóð sig vel á tónleikunum og söng öll sín þekktustu lög.
Josh Groban stóð sig vel á tónleikunum og söng öll sín þekktustu lög. MYND/Valli

Bandaríski hjartaknúsarinn Josh Groban hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll í fyrrakvöld þar sem hann söng öll sín frægustu lög. Húsfyllir var í salnum og skemmti fólk sér hið besta.

Groban, sem er í grunninn klassískur söngvari, stóð sig með prýði á tónleikunum. Hefur hann náð heimsathygli undanfarin ár með því að tvinna saman sinni fjölhæfu barítónrödd við kraftmikla, melódíska popptónlist.

Tónleikarnir í fyrrakvöld voru aukatónleikar því uppselt varð á aðeins fjórum mínútum á aðaltónleikana sem voru haldnir í gærkvöldi.

Konur voru í miklum meirihluta í Höllinni og áttu margar þeirra erfitt með að halda aftur af sér þegar hann fór út í salinn til þeirra. Groban var klappaður tvisvar upp og lokalag hans var You Raise Me Up þar sem hann naut liðsinnis Gospel­kórs Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×