Plötusamningur við 8MM 18. maí 2007 10:00 Elliði Tumason hefur skrifað undir plötusamning við 8MM Musik. Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum. Smáskífan „ET Tumason Live at 8MM“ er væntanleg í búðir 19. júní og hefur hún að geyma átta lög, auk tveggja aukalaga, sem voru tekin upp á tónleikum á barnum 8MM, sem er í eigu sömu aðila og plötufyrirtækisins. Elliði komst í kynni við eigendur 8MM eftir að hafa stundað bar þeirra nokkuð mikið er hann bjó úti í Berlín á síðasta ári. „Ég lét þá hafa demó og svo buðu þeir mér að spila á barnum. Svo spilaði ég aftur hjá þeim og þá minntust þeir á að við gætum tekið eitthvað upp. Svo í byrjun janúar buðu þeir mér að koma í febrúar og taka upp tvenna tónleika,“ segir Elliði, sem verður 23 ára í sumar. Elliði, sem býr núna í Kaupmannahöfn, hefur upptökur á sinni fyrstu sólóplötu á svipuðum tíma og smáskífan kemur út. „Ég er mjög ánægður. Ég hef voðalega lítið þurft að vinna fyrir þessu. Það hefur allt skriðið upp í hendurnar á mér,“ segir hann. Blúsáhugi hans er ekki nýr af nálinni. „Ég hef heyrt blús alla ævi. Pabbi á slatta af blúsplötum og á seinni árum fór ég að gramsa í þessum plötum hans og einhvern veginn ákvað ég að þetta væri tónlistin mín.“ Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum. Smáskífan „ET Tumason Live at 8MM“ er væntanleg í búðir 19. júní og hefur hún að geyma átta lög, auk tveggja aukalaga, sem voru tekin upp á tónleikum á barnum 8MM, sem er í eigu sömu aðila og plötufyrirtækisins. Elliði komst í kynni við eigendur 8MM eftir að hafa stundað bar þeirra nokkuð mikið er hann bjó úti í Berlín á síðasta ári. „Ég lét þá hafa demó og svo buðu þeir mér að spila á barnum. Svo spilaði ég aftur hjá þeim og þá minntust þeir á að við gætum tekið eitthvað upp. Svo í byrjun janúar buðu þeir mér að koma í febrúar og taka upp tvenna tónleika,“ segir Elliði, sem verður 23 ára í sumar. Elliði, sem býr núna í Kaupmannahöfn, hefur upptökur á sinni fyrstu sólóplötu á svipuðum tíma og smáskífan kemur út. „Ég er mjög ánægður. Ég hef voðalega lítið þurft að vinna fyrir þessu. Það hefur allt skriðið upp í hendurnar á mér,“ segir hann. Blúsáhugi hans er ekki nýr af nálinni. „Ég hef heyrt blús alla ævi. Pabbi á slatta af blúsplötum og á seinni árum fór ég að gramsa í þessum plötum hans og einhvern veginn ákvað ég að þetta væri tónlistin mín.“
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira