Amen frá Trössum komin út 18. maí 2007 06:00 Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu. Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu, Amen. Trassar var stofnuð fyrir tuttugu árum og telst því vera ein fyrsta þungarokksveit landsins. Eftir fjórtán ára hlé tók sveitin upp þráðinn fyrir sex árum og er afraksturinn nú kominn út. „Þetta er hetjumetall,“ segir gítarleikarinn Björn Þór Jóhannsson og hlær. „Þetta er nokkuð fjölbreytt annars og við spilum það sem okkur finnst flott.“ Trassar tóku þrisvar þátt í Músíktilraunum Tónabæjar á árunum 1989 til 1991 og lenti í öðru sæti 1991 á eftir dauðarokksveitinni Infusoria, sem síðar breytti nafni sínu í Sororicide. Tvö lög á nýju plötunni voru samin rétt eftir að Trassar hættu störfum fyrst og tvö til viðbótar eru gömul. Afgangurinn er splunkunýr og eru textarnir allir á íslensku. Eins og umslag plötunnar gefur til kynna fær Bandaríkjastjórn rækilega á baukinn á plötunni, enda Björn Þór og félagar í Trössum gamlir pönkarar. Þeim til halds og trausts á plötunni voru trommari Ampop, Jón Geir Jóhannsson, og Ólafur Árni Bjarnason óperusöngvari. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu, Amen. Trassar var stofnuð fyrir tuttugu árum og telst því vera ein fyrsta þungarokksveit landsins. Eftir fjórtán ára hlé tók sveitin upp þráðinn fyrir sex árum og er afraksturinn nú kominn út. „Þetta er hetjumetall,“ segir gítarleikarinn Björn Þór Jóhannsson og hlær. „Þetta er nokkuð fjölbreytt annars og við spilum það sem okkur finnst flott.“ Trassar tóku þrisvar þátt í Músíktilraunum Tónabæjar á árunum 1989 til 1991 og lenti í öðru sæti 1991 á eftir dauðarokksveitinni Infusoria, sem síðar breytti nafni sínu í Sororicide. Tvö lög á nýju plötunni voru samin rétt eftir að Trassar hættu störfum fyrst og tvö til viðbótar eru gömul. Afgangurinn er splunkunýr og eru textarnir allir á íslensku. Eins og umslag plötunnar gefur til kynna fær Bandaríkjastjórn rækilega á baukinn á plötunni, enda Björn Þór og félagar í Trössum gamlir pönkarar. Þeim til halds og trausts á plötunni voru trommari Ampop, Jón Geir Jóhannsson, og Ólafur Árni Bjarnason óperusöngvari.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira