Tina Turner söng á Baugsdegi 19. maí 2007 03:30 Tina Turner skemmti starfsfólki Baugs í Mónakó. MYND/GETTY Images „Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað. „Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti. Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað. „Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti. Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira