Evrópskir markaðir á uppleið 22. nóvember 2007 14:19 Við kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa á aðallista hefur almennt hækkað þar í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Gengi bréfa í lyfja-, orku- og fjarskiptafyrirtækjum hefur hækkað mest það sem af er dags enda virðist sem fjárfestar hafi leitað þar skjóls eftir dapurt gengi banka og fjármálafyrirtækja upp á síðkastið, að því er fréttaveita Bloomberg greinir frá. Gengi hlutabréfavísitalna á Norðurlöndunum hefur á sama tíma sveiflast nokkuð í dag og munar talsverðu á aðalvísitölunni í Danmörku, sem hefur verið á uppleið, og hinni sænsku, sem hefur lækkað um tæp 0,40 prósent. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkað um 0,71 prósent í dag. Vísitalan stendur nú í 6.735 stigum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan janúar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Gengi bréfa í lyfja-, orku- og fjarskiptafyrirtækjum hefur hækkað mest það sem af er dags enda virðist sem fjárfestar hafi leitað þar skjóls eftir dapurt gengi banka og fjármálafyrirtækja upp á síðkastið, að því er fréttaveita Bloomberg greinir frá. Gengi hlutabréfavísitalna á Norðurlöndunum hefur á sama tíma sveiflast nokkuð í dag og munar talsverðu á aðalvísitölunni í Danmörku, sem hefur verið á uppleið, og hinni sænsku, sem hefur lækkað um tæp 0,40 prósent. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkað um 0,71 prósent í dag. Vísitalan stendur nú í 6.735 stigum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan janúar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira