Viðskipti erlent

Danir kjósa um evruna

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem segir kominn tíma til að Danir kjósi á ný hvort þeir vilji taka upp evruna.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem segir kominn tíma til að Danir kjósi á ný hvort þeir vilji taka upp evruna.
Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag.

Danir höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2000. Niðurstaðan var þvert á væntingar ríkisstjórnarinnar og forkólfa í viðskiptalífinu. Danska krónan er eftir sem áður fasttengd gengi evrunnar.

Rasmussen sagði auk þess, að nú væri tími kominn til að Danir endurskoðuðu afstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu.

Evran var tekin upp árið 1999 og hafa þrettán ríki tekið hana upp sem gjaldmiðil sinn. Á næsta ári munu Kýpur og Malta bætast í hópinn, að sögn breska ríkisútvarpsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×