Justin Timberlake virðist hafa ágætt viðskiptavit en hann hefur nú ákveðið að setja á fót sitt eigið útgáfufyrirtæki. Tennman Records heitir fyrirtækið en höfuðstöðvar þess verða í Los Angeles og mun Timberlake gegna hlutverki stjórnarformanns og framkvæmdastjóra þess.
„Við erum öll mjög spennt fyrir því hæfileikafólki sem við munum bjóða upp á og ég get ekki beðið eftir að kynna þetta fólk fyrir heiminum,“ sagði Timberlake.