Innlent

Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi

Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi og mælist suma daga jafnmikil og í evrópskum milljónaborgum. Svo kann að fara að bæjarbúar þurfi að ganga með rykgrímur, verði vandinn ekki leystur.

Fyrstu sextía daga þessa árs hefur svifryksmengun á Akureyri farið yfir heilsuverndarmörkin heila 13 daga sem þýðir að tæp 60% kvótans hafa þegar verið nýtt en alls má mengunin ekki fara yfir mörkin nema 23 daga á ári. Hér sést hvernig rykið sest í mælingarsíurnar á horni Glerárgötu og Tryggvabrautar og ríður á að finna nýjar lausnir.

Heilbrigðisfulltrúinn segir að svo kunni að fara að bæjarbúar þurfi að ganga um með grímur til að vernda heilsu sína. Og svifrykið hefur ekki bara vond áhrif á lungun.

Mengunin er mest á kyrrum frostdögum á veturna og verður þá miklu verri en á verstu dögunum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×