Erlent

Gríðarleg öryggisgæsla vegna komu Bush

Mótmælendur í Sao Paulo í dulbúnir sem Bush og Lula, forseti Brasilíu, í dag.
Mótmælendur í Sao Paulo í dulbúnir sem Bush og Lula, forseti Brasilíu, í dag. MYND/AFP
Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út í borginni Sao Paulo í Brasilíu vegna heimsóknar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Loftvarnarbyssur hafa verið settar upp í og við göturnar þar nálægt hótelinu sem Bush verður á. Bush mun einnig heimsækja Uruguay, Kólumbíu, Gvatemala og Mexíkó í vikulangri ferð sinni um Suður-Ameríku.

Bush skýrði nýlega frá því að hann ætlaði sér að setja 385 milljónir dollara í h jálparstarf í Suður-Ameríku. Þeim á meðal annars að eyða í menntun, húsnæðismál og heilbrigðisþjónustu.

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt Bush harkalega og hvatt fólk til þess að mótmæla komu hans. Þrátt fyrir það ætlar Bush sér að nýta ferðina til þess að sýna íbúum Suður-Ameríku að honum sé ekki sama um heimsálfuna en Bush hefur sætt gagnrýni fyrir að gera ekki nóg í að viðhalda tengslum á milli hennar og Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×