Bíó og sjónvarp

Sigursælir sjóræningjar

Will Ferrell og Sacha Baron Cohen kysstust vel og lengi á MTV-hátíðinni í Los Angeles.
Will Ferrell og Sacha Baron Cohen kysstust vel og lengi á MTV-hátíðinni í Los Angeles. MYND/Getty

MTV-kvikmyndaverðlaunin voru afhent í Los Angeles um helgina. Eins og venjan er vantaði ekki stórstjörnurnar á hátíðina. Johnny Depp, Cameron Diaz, Victoria Beckham og Paris Hilton voru á meðal gesta.

Framhaldsmyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man"s Chest vann tvenn verðlaun, annars vegar sem besta myndin og hins vegar var Johnny Depp valinn besti aðal­leikarinn fyrir túlkun sína á sjóræningjanum Jack Sparrow.

Sacha Baron Cohen, sem lék Borat svo eftirminnilega á síðasta ári, fékk tvenn verðlaun. Hann var valinn besti gamanleikarinn og fékk verðlaun fyrir besta kossinn, sem var í myndinni Talladega Nights. Þar kyssti hann Will Ferrell og endurtóku þeir félagar leikinn á hátíðinni við mikil hlátrasköll viðstaddra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×