Lífið samstarf

Full­komið tan og tryllt partý

Bpro
Áhrifavaldar fjölmenntu þegar verðlaunin MARC INBANE - Distributor of the Year 2024 voru afhent.
Áhrifavaldar fjölmenntu þegar verðlaunin MARC INBANE - Distributor of the Year 2024 voru afhent.

Gleðin var við völd í húsakynnum Bpro nú á miðvikudagskvöldið 2.apríl síðastliðinn en tilefnið var að fagna því að Bpro var að vinna til verðlaunanna „MARC INBANE - Distributor of the Year 2024“ eða „Dreifingaraðili ársins 2024“. 

Demy Adams, alþjóðlegur sölustjóri kom hingað alla leið frá höfuðstöðvum Marc Inbane í Hollandi til þess að afhenda verðlaunin. Gestalistinn var einstaklega glæsilegur en hann samanstóð af stærstu endursöluaðilum Marc Inbane, áhrifavöldum og stórvinum merkisins.

Demy Adams og Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro.Pétur Fjeldsted

Dagskráin var ekki af verri endanum en tónlistarfólkið Ágúst Brynjarsson og Klara Einars opnuðu kvöldið með stæl. Að lokinni verðlaunaafhendingu og kynningu á nýjungum mætti Pétur Jóhann á sviðið og tryllti salinn úr hlátri eins og honum er einum lagið. 

Ágúst Brynjarsson og Klara Einars opnuðu kvöldið með stælPétur Fjeldsted
Sunneva Einars aðstoðar Pétur Jóhann á sviðinu.Pétur Fjeldsted
Pétur Fjeldsted

Pétur Jóhann fékk Sunnevu Einars ambassador MARC INBANE á Íslandi upp á svið til sín til að aðstoða sig við að tana á sér kroppinn. Það voru svo þeir Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og DJ Danni Deluxe sem enduðu kvöldið með látum.

Pétur Jóhann í essinu sínuPétur Fjeldsted
Kristmundur AxelPétur Fjeldsted
Júlí HeiðarPétur Fjeldsted
Klara EinarsdóttirPétur Fjeldsted

Tana sig í gegnum skammdegið

Baldur eigandi Bpro gerir mikið upp úr því að vanda valið þegar hann leitar eftir vörum til þess að flytja hingað til lands. Hann vill eingöngu bjóða upp vörumerki sem hafa sannað sig sem þær bestu sem eru í boði hár- og húðvörum og MARC INBANE tikkar í öll boxin hvað það varðar.

María Rut, Rakel og Ása BöðvarsdóttirPétur Fjeldsted

Pattra Sriyanonge, Baldur Rafn Gylfason og Katerine PhonmanPétur Fjeldsted

„Vinsældir MARC INBANE hafi vaxið gífurlega frá því merkið kom fyrst á markað hér á landi árið 2017. 

Við seljum meira hér en milljóna þjóðirnar Danmörk og Svíþjóð og erum að sjálfsögðu sjúklega stolt af þessum frábæra árangri. 

MARC INBANE sérhæfir sig í háþróuðum lúxus brúnkuvörum sem hafa það fram yfir aðrar brúnkuvörur að þær draga fram þinn náttúrulega húðtón ásamt því að gefa jafnan og eðlilegan lit. Eitthvað sem hentar fölum Íslendingum ansi vel," segir Baldur.

Hildur Sif & Sunneva EinarsdóttirPétur Fjeldsted

„Íslendingar eru sem betur fer meira og meira meðvitaðir um mikilvægi þess að verja húðina fyrir skaðlegum geislum sólar og velja frekar orðið að tana á heilbrigðan hátt. Það er eiginlega hægt að tala um vakningu í healthy tanning. Við förum sem betur fer ekki eins mikið í ljósabekkina eins og í gamla daga og pössum okkur betur orðið á sólinni. 

Góðar brúnkuvörur og ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni hjálpa okkur á þessari köldu eldfjallaeyju að komast í gegnum skammdegið. Ég verð alltaf jafn hissa þegar fólk spyr mig hvort ég sé að koma frá útlöndum, en nei nei ég er bara að nota Marc Inbane.“

Sigríður Margrét, Hildur Sif, Jóhanna Helga og Magnea BjörgPétur Fjeldsted
Hera Gísladóttir, Ásgeir Kolbeinsson, Sigrún Bender og Baldur Rafn GylfasonPétur Fjeldsted
Andri Þór, Baltasar, Diljá Pétursdóttir, Tristan Gylfi og Elísa GunnurPétur Fjeldsted

MARC INABANE til styrktar Krabbameinsfélaginu

Bpro fékk húðflúrlistakonuna Sveinu til liðs við sig en hún myndskreytti og sérmerkti MARC INBANE vörur sem voru seldar á staðnum og vöktu mikla lukku hjá gestum. Allur ágóði frá sölu kvöldsins rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Sveina myndskreytti nokkra auka brúsa svona fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast uppáhalds tanið sitt í einstakri myndskreyttri útfærslu og styrkja Krabbameinsfélagið um leið. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að hafa samband við okkur með því að senda skilaboð á marcinbaneiceland á Instagram.

Sveina ÍsabelPétur Fjeldsted
Helga RósPétur Fjeldsted
Sigrún BenderPétur Fjeldsted

MARC INBANE stúlkan 2025

Það er eiginlega hægt að segja að fjörið hafi haldið áfram daginn eftir því á fimmtudagskvöldinu var bpro gengið og Demy Adams mætt í Gamla bíó á úrslitakvöld Ungfrú Ísland til þess að tilkynna hver fegurðadísanna hafi verið valin MARC INBANE stúlkan 2025. En þess má geta að Marc Inbane á Íslandi er einn af stærstu styrktaraðilum keppninnar. Sú sem varð fyrir valinu var Helena Hafþórsdóttir O´Connor en Helena var einnig krýnd Ungfrú Ísland ásamt því að vera MAC stúlkan. Marc Inbane á Íslandi vill nýta tækifærið og óska Helenu innilega til hamingju með velgengnina í keppninni og við hlökkum mikið til þess að starfa með henni árið sem hún ber titilinn.

Það er líka gaman að segja frá því að Snyrtistofan Glow í Reykjanesbæ sá um að keppendurnir væru með fullkomið tan á sviðinu. Snyrtistofan Glow er einmitt ein af þeim stofum hér á landi sem bjóða upp á brúnkusprautun í klefa með MARC INBANE Original spreyi sem er einmitt það sem var borið á fegurðardrottningarnar.

Pétur Fjeldsted
Óskar Páll, Ágúst Brynjarsson og Baldur Rafn GylfasonPétur Fjeldsted
Björgvin Franz og Baldur Rafn GylfasonPétur Fjeldsted
Demy AdamsPétur Fjeldsted
Andrea Sigurðardóttir og Baldur Rafn GylfasonPétur Fjeldsted
Guðrún og Baldur Rafn GylfasonPétur Fjeldsted
Sveina ÍsabelPétur Fjeldsted
Efri röð frá vinstri - Sigrún Bender, Auður Stefánsdóttir, Hildur Elísabet, Íris Dóra, Fía Ólafsdóttir, Eva Hrund, Lukka Óðinsdóttir, Demy Adams & Baldur Rafn GylfasonPétur Fjeldsted






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.