Velgjörðarmenn fátækra stúlkna 5. júní 2007 10:26 Um súludans og vændi virðist oft ekki mega tala um án þess að sjálfskipaðir verndarar frelsis stígi fram. Þeir vilja vernda þessar atvinnugreinar og hafa jafnan bent á, máli sínu til stuðnings, að vændi sé til að mynda ein elsta atvinnugrein heims. Fólk eigi að hafa rétt til að gera það sem það vill við líkama sinn. Ég hef aldrei áttað mig á því að það sé einhver rökstuðningur að vændi hafi lengi verið til í mannlegu samfélagi. Margt fleira hefur lengi verið til sem ekki líðst nú á tímum. Nefnum sem dæmi þrælahald. Ekki verjum við frelsi til þrælahalds. Boðberi frelsis myndi líklega hlaupa til og segja að vændi og þrælahald séu ekki sambærileg. Því næst myndu þeir benda á að stúlkurnar sem hingað koma til lands til að dansa sæju oft fjölskyldu sinni farborða í heimalandinu þar sem ekkert væri fyrir þær að hafa. Ef þræl yrði gefið frelsi en hann teldi sig ekki hafa í neitt hús að vernda annað en hjá húsbónda sínum væri frelsi hans lítils virði. Ef stúlka telur sig ekki hafa nein önnur úrræði í veröldinni en að selja líkama sinn, hvert er þá frelsi hennar? Á Íslandi eru margir sem dálæti hafa á listdansi, eins og súludans hefur oft verið kallaður. Til að fá listrænni þrá sinni fullnægt eru menn tilbúnir að eyða tugum og hundruðum þúsunda í að kaupa drykki handa listamönnunum og til að fá að horfa á þá framkvæma gjörning sinn í einrúmi. Miðað við þann mikla fjölda listunnenda sem tilbúnir eru að veita háum fjárhæðum í að fylgjast með ómenntuðum dönsurum næturklúbbanna segir mér hugur að sýningar menntaðra dansara hjá Dansflokknum gangi vel. Það vita allir að vændi fer fram á Íslandi og að hægt er að kaupa konur inni á dansstöðunum. Þeir sem það gera fría sig samt jafnan allri ábyrgð með því að telja sér trú um að með þúsundköllunum með þeir rétta stúlkunum geti þær borgað leigu, brauðfætt fjölskyldur sínar og kostað sig í nám. Þannig sannfæra þeir sig um að þeir séu velgjörðarmenn stúlknanna. Ægilega góðir. frægasti danshaldari á Íslandi hefur oft greint frá því að hann viti ekkert um vændi. Auðvitað segir hann það, hvað annað. Við höfum svo oft heyrt danshaldara halda þessu fram, þvert ofan í allar aðrar upplýsingar. Þegar blaðamenn Ísafoldar sögðu aðra sögu en þá sem við vorum orðin vön að heyra frá eigendum staðanna og bentu á að lánsömu stúlkurnar eru jafnan kallaðar druslur og hórur varð fólk hissa. Jafnvel þótt það hefði aldrei haldið neitt annað. Greinin markaði viss tímamót því loksins voru orð stúlknanna tekin fram yfir orð yfirmanns þeirra. Þær voru sjálfar spurðar hvort hægt væri að kaupa kynlíf og þær voru sjálfar spurðar hvort þeim þætti þetta gaman. Þær höfðu aðra sögu að segja en yfirmaður þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Um súludans og vændi virðist oft ekki mega tala um án þess að sjálfskipaðir verndarar frelsis stígi fram. Þeir vilja vernda þessar atvinnugreinar og hafa jafnan bent á, máli sínu til stuðnings, að vændi sé til að mynda ein elsta atvinnugrein heims. Fólk eigi að hafa rétt til að gera það sem það vill við líkama sinn. Ég hef aldrei áttað mig á því að það sé einhver rökstuðningur að vændi hafi lengi verið til í mannlegu samfélagi. Margt fleira hefur lengi verið til sem ekki líðst nú á tímum. Nefnum sem dæmi þrælahald. Ekki verjum við frelsi til þrælahalds. Boðberi frelsis myndi líklega hlaupa til og segja að vændi og þrælahald séu ekki sambærileg. Því næst myndu þeir benda á að stúlkurnar sem hingað koma til lands til að dansa sæju oft fjölskyldu sinni farborða í heimalandinu þar sem ekkert væri fyrir þær að hafa. Ef þræl yrði gefið frelsi en hann teldi sig ekki hafa í neitt hús að vernda annað en hjá húsbónda sínum væri frelsi hans lítils virði. Ef stúlka telur sig ekki hafa nein önnur úrræði í veröldinni en að selja líkama sinn, hvert er þá frelsi hennar? Á Íslandi eru margir sem dálæti hafa á listdansi, eins og súludans hefur oft verið kallaður. Til að fá listrænni þrá sinni fullnægt eru menn tilbúnir að eyða tugum og hundruðum þúsunda í að kaupa drykki handa listamönnunum og til að fá að horfa á þá framkvæma gjörning sinn í einrúmi. Miðað við þann mikla fjölda listunnenda sem tilbúnir eru að veita háum fjárhæðum í að fylgjast með ómenntuðum dönsurum næturklúbbanna segir mér hugur að sýningar menntaðra dansara hjá Dansflokknum gangi vel. Það vita allir að vændi fer fram á Íslandi og að hægt er að kaupa konur inni á dansstöðunum. Þeir sem það gera fría sig samt jafnan allri ábyrgð með því að telja sér trú um að með þúsundköllunum með þeir rétta stúlkunum geti þær borgað leigu, brauðfætt fjölskyldur sínar og kostað sig í nám. Þannig sannfæra þeir sig um að þeir séu velgjörðarmenn stúlknanna. Ægilega góðir. frægasti danshaldari á Íslandi hefur oft greint frá því að hann viti ekkert um vændi. Auðvitað segir hann það, hvað annað. Við höfum svo oft heyrt danshaldara halda þessu fram, þvert ofan í allar aðrar upplýsingar. Þegar blaðamenn Ísafoldar sögðu aðra sögu en þá sem við vorum orðin vön að heyra frá eigendum staðanna og bentu á að lánsömu stúlkurnar eru jafnan kallaðar druslur og hórur varð fólk hissa. Jafnvel þótt það hefði aldrei haldið neitt annað. Greinin markaði viss tímamót því loksins voru orð stúlknanna tekin fram yfir orð yfirmanns þeirra. Þær voru sjálfar spurðar hvort hægt væri að kaupa kynlíf og þær voru sjálfar spurðar hvort þeim þætti þetta gaman. Þær höfðu aðra sögu að segja en yfirmaður þeirra.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun