Fagra Ísland – dagur þrjú Ögmundur Jónasson skrifar 7. júní 2007 00:01 Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var sérstaklega til þess tekið að á komandi fimm árum yrði hlé á stóriðjuframkvæmdum í landinu. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðunum á þann hátt að lyktir fengjust og niðurstaða. Um það báru misvísandi yfirlýsingar frá hendi oddvita ríkisstjórnarflokkanna vitni. Ef um pólitískt hjartans mál hefði verið að ræða má ætla að málið hefði verið til lykta leitt. En þegar á degi tvö í ríkisstjórnarsamstarfinu hafði semsé komið í ljós að Fagra Ísland hafði verið látið sitja á hakanum. Nú er runninn upp þriðji dagurinn þar sem Fagra Ísland kemur upp í hugann. Gengið hefur verið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík og ná skuldbindingar orkusala aldarfjórðung fram í tímann. Orkusalarnir eru Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að hafa áhrif í þá átt að fá þessum áformum breytt og er það óræk staðfesting á því að stóriðjustefnan er hér á fullri ferð og greinilega enginn pólitískur vilji fyrir öðru. Ákvarðanir sem orkufyrirtækin taka varða landsmenn alla. Þær skipta máli í efnahagslegu tilliti að ógleymdri náttúrunni því virkja þarf til að afla orkunnar. Jafnvel þótt beisluð orka væri fyrir hendi er ljóst að þörfin fyrir orku fer vaxandi – aðrir nýtingarmöguleikar en stóriðja skjóta upp kollinum í vaxandi mæli og er það ótrúleg skammsýni að binda orku landsmanna áratugi fram í tímann í þágu erlendra stóriðjufyrirtækja. Allt þetta lætur hinn glaði Samfylkingarmeirihluti á Alþingi sér í léttu rúmi liggja. Nú er spurningin hvað gerist á degi fjögur. Verður Fagra Íslandi áfram fórnað til að svala löngunum og þrám til að verma sætin í Stjórnarráði Íslands? Ég geri ráð fyrir að þeim sem kusu Samfylkinguna út á Fagra Ísland sé ekki skemmt og vel gæti svo farið að nú færu að stirðna brosin hinna brosmildu.Höfundur er þingflokksformaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var sérstaklega til þess tekið að á komandi fimm árum yrði hlé á stóriðjuframkvæmdum í landinu. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðunum á þann hátt að lyktir fengjust og niðurstaða. Um það báru misvísandi yfirlýsingar frá hendi oddvita ríkisstjórnarflokkanna vitni. Ef um pólitískt hjartans mál hefði verið að ræða má ætla að málið hefði verið til lykta leitt. En þegar á degi tvö í ríkisstjórnarsamstarfinu hafði semsé komið í ljós að Fagra Ísland hafði verið látið sitja á hakanum. Nú er runninn upp þriðji dagurinn þar sem Fagra Ísland kemur upp í hugann. Gengið hefur verið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík og ná skuldbindingar orkusala aldarfjórðung fram í tímann. Orkusalarnir eru Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að hafa áhrif í þá átt að fá þessum áformum breytt og er það óræk staðfesting á því að stóriðjustefnan er hér á fullri ferð og greinilega enginn pólitískur vilji fyrir öðru. Ákvarðanir sem orkufyrirtækin taka varða landsmenn alla. Þær skipta máli í efnahagslegu tilliti að ógleymdri náttúrunni því virkja þarf til að afla orkunnar. Jafnvel þótt beisluð orka væri fyrir hendi er ljóst að þörfin fyrir orku fer vaxandi – aðrir nýtingarmöguleikar en stóriðja skjóta upp kollinum í vaxandi mæli og er það ótrúleg skammsýni að binda orku landsmanna áratugi fram í tímann í þágu erlendra stóriðjufyrirtækja. Allt þetta lætur hinn glaði Samfylkingarmeirihluti á Alþingi sér í léttu rúmi liggja. Nú er spurningin hvað gerist á degi fjögur. Verður Fagra Íslandi áfram fórnað til að svala löngunum og þrám til að verma sætin í Stjórnarráði Íslands? Ég geri ráð fyrir að þeim sem kusu Samfylkinguna út á Fagra Ísland sé ekki skemmt og vel gæti svo farið að nú færu að stirðna brosin hinna brosmildu.Höfundur er þingflokksformaður VG.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun