Tónlist

Mundar myndavél

listamaður Lou Reed sýnir ljósmyndir í safni Warhols.Mynd/Lex van rossen
listamaður Lou Reed sýnir ljósmyndir í safni Warhols.Mynd/Lex van rossen

Tónlistarmaðurinn Lou Reed opnaði á dögunum ljósmynda­sýningu í safni sem kennt er við Andy Warhol í Pittsburgh í Banda­ríkjunum.

Reed var áberandi í listaklíku þeirri sem tengdist Warhol, sem hafði mikil áhrif á störf og áherslur hljómsveitarinnar The Velvet Underground sem Reed starfaði með. Enn fremur kemur fram í sýningarskrá að Reed líti á Warhol sem sinn helsta lærimeistara.



Á sýningunni er úrval mynda úr farandsýningu Reed sem ber yfirskriftina New York. Myndirnar má enn fremur finna í ljósmyndabók hans en hann hefur þegar gefið út tvær slíkar. Flestar myndirnar eru af byggingum eða himna­festingunni yfir New York, sem hefur alla tíð verið miðlæg í listsköpun Reeds. Þar má einnig sjá nokkrar kaldhæðislegar sjálfsmyndir listamannsins.



Sýningin stendur fram í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×