Pollapönk í útvarpið 14. júní 2007 08:45 „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar,“ segir Halli um brandarahornið í Pollapönki. Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músik og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvennuna. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upprunalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músik og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvennuna. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upprunalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira