Pollapönk í útvarpið 14. júní 2007 08:45 „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar,“ segir Halli um brandarahornið í Pollapönki. Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músik og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvennuna. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upprunalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músik og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvennuna. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upprunalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira