Erfiðasta talsetning sem ég hef stjórnað 14. júní 2007 10:00 Kvikmyndin verður tekin til sýninga hér á landi í haust. Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa. Upptökur á Simpsons-myndinni hófust á mánudaginn í síðustu viku og er stefnt á að ljúka þeim í þeirri næstu. Alls er því um tveggja vikna törn að ræða þar sem Jakob er að nánast að frá morgni til kvölds. „Þetta er það strembnasta sem ég hef lent í," segir Jakob um verkefnið en eftir að upptökum lýkur tekur við nokkurra daga eftirvinnsla og „fínpússning" eins og leikstjórinn orðar það. Jakob er þaulreyndur í talsetningu og hefur komið að leikstjórn og framleiðslu fjölmargra teiknimynda. Munurinn á þeim og Simpsons-myndinni sé hins vegar sá að nú komi áhorfendur með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig raddirnar eigi að hljóma, enda hafa þættirnir um Simpsons-fjölskylduna verið á skjám landsmanna í fleiri ár. Gangandi alfræðibækur. Stefán Birgir og Ari Eldjárn eru sérstakir ráðgjafar Jakobs í talsetningunni. „Það eru yfir 100 mismunandi persónur sem koma fram í myndinni, margar hverjar með 1-2 línur og flestar þekktar úr þáttunum. Þess vegna getur verið mjög erfitt að finna hentuga rödd," útskýrir Jakob en bætir við að það sé alls ekki nóg að finna einhvern sem getur hermt vel eftir upprunalegu röddinni. „Menn þurfa líka að vera fyndnir og þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Þetta getur því verið mjög snúið." Fréttablaðið hafði áður greint frá því að Stefán Birgir Stefánsson, einn helsti aðdáandi þáttanna hér á landi, hafi fengið hlutverk í myndinni og segir Jakob að hann hafi staðið sig mjög vel. Auk þess hefur Stefán verið í sérlegu ráðgjafahlutverki fyrir Jakob, ásamt Ara Eldjárn, sem einnig er blóðheitur Simpson unnandi. „Þessir menn eru náttúrulega gangandi alfræðibók um þessa fjölskyldu og þeir hafa gefið mér mörg góð ráð. Ég er ágætur í að leikstýra talsetningu en er enginn sérfræðingur um Simpsons-fjölskylduna. Þess vegna er afar gott að hafa þá við hendina," segir Jakob. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa. Upptökur á Simpsons-myndinni hófust á mánudaginn í síðustu viku og er stefnt á að ljúka þeim í þeirri næstu. Alls er því um tveggja vikna törn að ræða þar sem Jakob er að nánast að frá morgni til kvölds. „Þetta er það strembnasta sem ég hef lent í," segir Jakob um verkefnið en eftir að upptökum lýkur tekur við nokkurra daga eftirvinnsla og „fínpússning" eins og leikstjórinn orðar það. Jakob er þaulreyndur í talsetningu og hefur komið að leikstjórn og framleiðslu fjölmargra teiknimynda. Munurinn á þeim og Simpsons-myndinni sé hins vegar sá að nú komi áhorfendur með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig raddirnar eigi að hljóma, enda hafa þættirnir um Simpsons-fjölskylduna verið á skjám landsmanna í fleiri ár. Gangandi alfræðibækur. Stefán Birgir og Ari Eldjárn eru sérstakir ráðgjafar Jakobs í talsetningunni. „Það eru yfir 100 mismunandi persónur sem koma fram í myndinni, margar hverjar með 1-2 línur og flestar þekktar úr þáttunum. Þess vegna getur verið mjög erfitt að finna hentuga rödd," útskýrir Jakob en bætir við að það sé alls ekki nóg að finna einhvern sem getur hermt vel eftir upprunalegu röddinni. „Menn þurfa líka að vera fyndnir og þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Þetta getur því verið mjög snúið." Fréttablaðið hafði áður greint frá því að Stefán Birgir Stefánsson, einn helsti aðdáandi þáttanna hér á landi, hafi fengið hlutverk í myndinni og segir Jakob að hann hafi staðið sig mjög vel. Auk þess hefur Stefán verið í sérlegu ráðgjafahlutverki fyrir Jakob, ásamt Ara Eldjárn, sem einnig er blóðheitur Simpson unnandi. „Þessir menn eru náttúrulega gangandi alfræðibók um þessa fjölskyldu og þeir hafa gefið mér mörg góð ráð. Ég er ágætur í að leikstýra talsetningu en er enginn sérfræðingur um Simpsons-fjölskylduna. Þess vegna er afar gott að hafa þá við hendina," segir Jakob.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira