Erlent

Úganda í friðargæslu í Sómalíu

Stjórnarflokkurinn í Úganda hafa samþykkt áætlun um að senda friðargæsluliða til Sómalíu og þar með er talið nær öruggt að úr því verði. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur lofað eitt þúsund hermönnum til viðbótar við þá sjö þúsund sem eiga að koma frá öðrum aðildarlöndum Afríkusambandsins.

Þingið á þó enn eftir að samþykkja áætlunina en það er talið vera formsatriði. Þingmenn í Úganda eru sem stendur í verkfalli til þess að reyna að verða sér úti um jeppa frá ríkinu svo þeir geti komist til kjördæma sinna án vandræða. Þingið í Úganda er ekki vant því að setja sig upp á móti löggjöf sem Museveni er fylgjandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×