Erlent

Dæmdir á grundvelli sögusagna

Fangi í Guantanamo fangabúðunum starir út um grindverkið.
Fangi í Guantanamo fangabúðunum starir út um grindverkið. MYND/AP
Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði frá því í dag að fangarnir í Guantanamo, sem á að rétta yfir í sumar, gætu orðið dæmdir á grundvelli sögusagna sem og framburðs sem náðist með pyntingum.

Reglurnar eru í nýjum bæklingi um réttarhöld yfir grunuðum hryðjuverkamönnum og segir ráðuneytið þær vera réttlátar.

Einnig er tekið fram að ef verjandi ætlar að leggja fram sönnunargögn sem eru leynileg má saksóknari sjá þau en það sama gildir ekki um gögn saksóknara.

Hægt verður að dæma mennina til dauða fyrir þátttöku í hryðjuverkaaðgerðum sem urðu einhverjum að bana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×