Lífið

Söfnuðu fyrir skólagöngu fátækrar stelpu í heilt ár

Æska landsins er að gera góða hluti.
Æska landsins er að gera góða hluti.
Æskulýðsfélagið í Digraneskirkju heitir Meme group og er fyrir krakka í 8-10. bekk. Krakkarnir í félaginu ákváðu að styrkja fátæka stelpu á Indlandi til náms. Litla stelpan heitir Lakshmi en nánari upplýsingar um hana er að finna á www.jarma.net.

Nú í vikunni stóðu krakkarnir fyrir dósasöfnin til styrktar Lakshmi. Er skemmst frá því að segja að söfnunin tókst einstaklega vel og söfnuðu þau dósum sem nægja til þess að greiða fyrir skólagöngu Lakshmi í heilt ár. Það er frábært að unglingar gefi sér tíma til þess að vinna svo gott starf og finna um leið hvað það gefur þeim sjálfum mikla gleði. Krakkarnir eru dugleg að mæta á fundi auk þess sem mörg þeirra aðstoða við starf hjá yngri börnum í kirkjunni.

Nánari upplýsingar um félagið og dósasöfnunina má finna á http://jarma.net.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.