Tímamót í rannsóknum 15. júní 2007 00:01 Leiðangursstjórinn Dr. Ármann Höskuldsson fer fyrir leiðangrinum við annan mann og segir verkefnið afar mikilvægt fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. MYND/Valli Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum. Vísindi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum.
Vísindi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira