Erlent

Ritstjóri skotinn til bana

Talið er að öfgasinnaður þjóðernissinni hafi verið að verki þegar ritstjóri tyrknesks dagblaðs var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur blaðsins í Istanbúl í dag. Ritstjórinn var á síðasta ári dæmdur fyrir að sýna tyrknesku þjóðinni vanvirðingu með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Tyrknesk yfirvöld hafa alla tíð neitað að fjöldamorð hafi verið framin og því brugðust þau hart við skrifunum. Morðið gæti haft áhrif á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið, til marks um það tóku verðbréfamarkaðir í Tyrklandi dýfu þegar það spurðist út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×