Tónleikaferð Pete Best styrkt af Icelandair 16. júní 2007 06:00 Pete Best Þekktasta „no-name“ sögunnar en hann var fyrsti trymbill Bítlanna og ferðast nú um Bandaríkin. „Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna. „Hann lék á tónleikum fyrir okkur í Minneapolis og við styrkjum flugið hans á móti,“ bætir Guðjón við. „Því má eiginlega segja að við notfærum okkur nafnið hans og hljómsveitina til að kynna okkur þar vestra,“ segir hann. Á heimasíðu Dr. Gunna kemur fram að einn lesandi síðunnar taldi sig hafa barið Best augum í Skífunni uppi á Keflavíkurflugvelli. Guðjón taldi það alls ekki ólíklegt enda millilentu flugvélar Icelandair í Keflavík á leið sinni vestur um haf. Pete Best er sennilega eitthvert þekktasta „no-name“ tónlistarsögunnar. Hann var fyrsti trommari Bítlanna en var rekinn eftir að upptökustjórinn George Martin lýsti því yfir við þá Paul McCartney og John Lennon að hann kynni ekki við trommuslátt Best. Og var Ringo Star fenginn í staðinn. Eftirleikinn þekkja síðan flestir því skömmu eftir að Best hafði gengið út úr hljóðverinu með trommukjuðana sína slógu Bítlarnir öll met og urðu undir eins að einhverju mesta æði sem heimurinn hefur augum litið. „Mér skilst reyndar að hann hafi haft ágætt upp úr því að vera trommarinn sem var rekinn úr Bítlunum,“ segir Guðjón en viðurkenndi að hann hefði lítið heyrt af afrekum Best á tónlistarsviðinu þrátt fyrir að hafa drukkið tónlist Bítlana nánast með móðurmjólkinni. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna. „Hann lék á tónleikum fyrir okkur í Minneapolis og við styrkjum flugið hans á móti,“ bætir Guðjón við. „Því má eiginlega segja að við notfærum okkur nafnið hans og hljómsveitina til að kynna okkur þar vestra,“ segir hann. Á heimasíðu Dr. Gunna kemur fram að einn lesandi síðunnar taldi sig hafa barið Best augum í Skífunni uppi á Keflavíkurflugvelli. Guðjón taldi það alls ekki ólíklegt enda millilentu flugvélar Icelandair í Keflavík á leið sinni vestur um haf. Pete Best er sennilega eitthvert þekktasta „no-name“ tónlistarsögunnar. Hann var fyrsti trommari Bítlanna en var rekinn eftir að upptökustjórinn George Martin lýsti því yfir við þá Paul McCartney og John Lennon að hann kynni ekki við trommuslátt Best. Og var Ringo Star fenginn í staðinn. Eftirleikinn þekkja síðan flestir því skömmu eftir að Best hafði gengið út úr hljóðverinu með trommukjuðana sína slógu Bítlarnir öll met og urðu undir eins að einhverju mesta æði sem heimurinn hefur augum litið. „Mér skilst reyndar að hann hafi haft ágætt upp úr því að vera trommarinn sem var rekinn úr Bítlunum,“ segir Guðjón en viðurkenndi að hann hefði lítið heyrt af afrekum Best á tónlistarsviðinu þrátt fyrir að hafa drukkið tónlist Bítlana nánast með móðurmjólkinni.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira