Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands 19. janúar 2007 18:45 Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, boðaði opna stjórnsýslu í ráðuneyti sínu í ræðu í gær. Hún sagði tíma reykfylltra bakherbergja liðinn þegar kæmi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum. Nokkrum klukkustundum síðar var hulunni svipt af leynilegum viðaukum við varnarsamning Bandríkjanna og Íslands frá 1951 og breytingum á þeim frá í fyrra. Þetta var allt birt á vefsíðu ráðuneytisins ásamt skilasamningi Íslands og Bandaríkjanna frá í fyrra vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Fram kemur í viðaukunum að Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951 að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þeim yrði aðeins gert að flytja burt eða eyða úrgangsefnum eftir því sem við væri komið. Annað sem vekur athygli er að í viðbæti um almenna flugstarfsemi frá 1951, og breytingum á honum frá því í fyrra, segir að samkomulag sé um að bandarísk hermálayfirvöld geti tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, og flugþjónustu telji þau það nauðsynlegt vegna aðgerða sinna. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að matið verði alltaf sameiginlegt og byggt á varnarsamningnum. Ekki sé rétt að hættumat Bandaríkjamanna einna ráði því hvenær þeir grípi til aðgerða sem þessar. Ef til þess komi sé hættuástand í gildi sem báðir meti jafn alvarlegt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir innihald viðaukanna skelfilegt er verra sé sá gjörningur að halda þeim leyndum fyrir þingi og þjóð. Þetta sé svartur blettur á stjórnsýslu- og lýðræðissögu Íslands og minni um margt á það þegar danski forsætisráðherrar hafi leynt samningunum við Bandaríkjamenn um Thule-herstöðina á Grænlandi. Fréttir Innlent Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, boðaði opna stjórnsýslu í ráðuneyti sínu í ræðu í gær. Hún sagði tíma reykfylltra bakherbergja liðinn þegar kæmi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum. Nokkrum klukkustundum síðar var hulunni svipt af leynilegum viðaukum við varnarsamning Bandríkjanna og Íslands frá 1951 og breytingum á þeim frá í fyrra. Þetta var allt birt á vefsíðu ráðuneytisins ásamt skilasamningi Íslands og Bandaríkjanna frá í fyrra vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Fram kemur í viðaukunum að Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951 að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þeim yrði aðeins gert að flytja burt eða eyða úrgangsefnum eftir því sem við væri komið. Annað sem vekur athygli er að í viðbæti um almenna flugstarfsemi frá 1951, og breytingum á honum frá því í fyrra, segir að samkomulag sé um að bandarísk hermálayfirvöld geti tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, og flugþjónustu telji þau það nauðsynlegt vegna aðgerða sinna. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að matið verði alltaf sameiginlegt og byggt á varnarsamningnum. Ekki sé rétt að hættumat Bandaríkjamanna einna ráði því hvenær þeir grípi til aðgerða sem þessar. Ef til þess komi sé hættuástand í gildi sem báðir meti jafn alvarlegt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir innihald viðaukanna skelfilegt er verra sé sá gjörningur að halda þeim leyndum fyrir þingi og þjóð. Þetta sé svartur blettur á stjórnsýslu- og lýðræðissögu Íslands og minni um margt á það þegar danski forsætisráðherrar hafi leynt samningunum við Bandaríkjamenn um Thule-herstöðina á Grænlandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira