Alveg í sjöunda himni 19. júní 2007 07:00 Birkir Rafn Gíslason hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. MYND/Valli Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira