Tónlist

Týndust í Liverpool

Rokkararnir í Gavin Portland eru á tónleikaferð um Bretland.
Rokkararnir í Gavin Portland eru á tónleikaferð um Bretland.
Rokksveitin Gavin Portland er á tónleikaferð um Bretland sem stendur yfir til 2. júlí. Fyrst hitar sveitin upp fyrir Hell is for Heroes en eftir það heldur hún nokkra tónleika ein og sér.



„Þetta hefur gengið ágætlega. Þetta eru stærri staðir en við erum vanir, þannig að þetta er upplifun fyrir okkur,“ segir söngvarinn Kolbeinn Þór Þorgeirsson, sem býr í Englandi. „Við erum þyngsta bandið í „line-up“-inu og maður sér að sumir eru ekki alveg að fíla það en okkur er alveg sama. Þó svo að það væri bara einn af þrjú hundruð sem fílar okkur þá væri það alveg nóg því þetta fólk hefur engan sjéns í að heyra í okkur annars.“



Gavin Portland hefur þegar spilað í Liverpool en Kolbeinn segir þá félaga ekkert hafa getað skoðað sig um í borginni. „Við eiginlega týndumst í Liverpool í tvo tíma og hlupum inn rétt fyrir „sándtékkið“. Hinar hljómsveitirnar eru allar með leiðarkerfi í bílunum sínum en við erum bara með gömlu góðu kortabókina,“ segir Kolbeinn og bætir við: „Við komum náttúrulega úr hardcore-pönksenunni og erum vanir harki og því að hlutirnir séu einfaldir. Við erum bara komnir til að spila og spjalla við fólk og allar hugmyndir um baksviðsherbergi og umboðsmenn eru svolítið undarlegar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×