Rokkað í kjallaranum hjá Jóa Fel 25. júní 2007 08:30 Þeir Alex og Gylfi eru meðal þeirra sem æfa í kjallaranum. „Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Kimono, Jeff Who?, Jan Mayen, Skátar, Beikon og síðast en ekki síst hljómsveitin Æla. Aðspurður sagði Jói að vissulega væri það ekki sérlega hentugt að hafa Ælu í kjallaranum hjá sér. „Ég vona bara að nafngiftin sé ekki tilkomin eftir viðskipti við okkur,“ sagði Jói hlæjandi en sjálfur segist hann mikill rokkari inn við beinið. „Því þyngra sem það er, því betra. Ég fer fram á að þeir bjóði mér ef þeir halda tónleika.“ Það er Gylfi Blöndal, gítarleikari Kimono, sem á heiðurinn af því að hafa skaffað húsnæðið sem um ræðir. „Ég frétti af húsnæðinu í gegnum fasteignabraskara sem ég þekki og það var fullkomið, nema hvað að það var of stórt,“ útskýrir Gylfi en alls er svæðið rúmir 150 fermetrar. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd að skipta því í fjögur jafnstór herbergi með því að reisa veggi á milli. „Ég hringdi 2-3 símtöl í vini og kunningja og áður en ég vissi af var búið að fylla húsnæðið af góðum böndum. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Gylfi. Í framhaldinu tóku meðlimir sveitanna sig til og stofnuðu formlega Félag áhugamanna um heimsfrægð. Og í nafni heimsfrægðarinnar var sótt um styrk til Landsbankans - sem fékkst í gegn og gerði þeim kleift að reisa veggi og setja rafmagnsleiðslur um allt húsið. Og nú eru þar fjögur herbergi, þar af eitt með litlu hljóðveri. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Kimono, Jeff Who?, Jan Mayen, Skátar, Beikon og síðast en ekki síst hljómsveitin Æla. Aðspurður sagði Jói að vissulega væri það ekki sérlega hentugt að hafa Ælu í kjallaranum hjá sér. „Ég vona bara að nafngiftin sé ekki tilkomin eftir viðskipti við okkur,“ sagði Jói hlæjandi en sjálfur segist hann mikill rokkari inn við beinið. „Því þyngra sem það er, því betra. Ég fer fram á að þeir bjóði mér ef þeir halda tónleika.“ Það er Gylfi Blöndal, gítarleikari Kimono, sem á heiðurinn af því að hafa skaffað húsnæðið sem um ræðir. „Ég frétti af húsnæðinu í gegnum fasteignabraskara sem ég þekki og það var fullkomið, nema hvað að það var of stórt,“ útskýrir Gylfi en alls er svæðið rúmir 150 fermetrar. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd að skipta því í fjögur jafnstór herbergi með því að reisa veggi á milli. „Ég hringdi 2-3 símtöl í vini og kunningja og áður en ég vissi af var búið að fylla húsnæðið af góðum böndum. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Gylfi. Í framhaldinu tóku meðlimir sveitanna sig til og stofnuðu formlega Félag áhugamanna um heimsfrægð. Og í nafni heimsfrægðarinnar var sótt um styrk til Landsbankans - sem fékkst í gegn og gerði þeim kleift að reisa veggi og setja rafmagnsleiðslur um allt húsið. Og nú eru þar fjögur herbergi, þar af eitt með litlu hljóðveri.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira