Farið langt fram úr mínum björtustu vonum 25. júní 2007 00:01 Garðar Gunnlaugsson Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira