Ísland hefur allt að bjóða 27. júní 2007 01:15 Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands segir landið bjóða upp á bestu skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Geti fyrirtæki sparað tugi milljóna vegna lægri kostnaðar við kælingu á tölvubúnaði hér en í öðrum löndum. Markaðurinn/GVA Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður. Undir smásjánni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður.
Undir smásjánni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira