Tónlist

Kenya stígur á svið

Heldur sína fyrstu sólótónleika á Gauknum í kvöld.
Heldur sína fyrstu sólótónleika á Gauknum í kvöld. MYND/Hörður

Íslenska söngkonan Kenya heldur sína fyrstu sólótónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Lag hennwar, Hot Dancing, hefur verið spilað talsvert það sem af er sumri og kemur það út á stuttplötu í haust.

Mikið er lagt í gerð stuttplötunnar og spila margir af færustu tónlistarmönnum landsins á henni. Bandarísku upptökustjórarnir Jason Harden og Pismo, sem hefur unnið með Wu-Tang Clan, stjórnuðu upptökum sem fóru fram í Stúdíó Sýrlandi og Manhattan Center Studios í New York. James „Bonzai“ Caruso, sem vann Grammy-verðlaun fyrir starf sitt með Damion Marley, og Valgeir Sigurðsson hljóðblönduðu lögin á plötunni.

„Ég sem textana og langflest lögin í samvinnu við báða „pródúserana“,“ segir Kenya, sem hlakkar mikið til tónleikanna á Gauknum. Von er á góðum gestum utan úr heimi á tónleikana, þar á meðal áðurnefndum Pismo. Húsið verður opnað kl. 20.00 og stígur Kenya á svið fljótlega eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.