Kim Larsen væntanlegur til Íslands 28. júní 2007 03:00 Larsen spilaði á tvennum tónleikum á Nasa fyrir tveimur árum. fréttablaðið/heiða Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira