Tónlist

Kings of Leon gefur út nýja plötu

Kings of Leon sendir frá sér plötuna "Because of the times" í dag.
Kings of Leon sendir frá sér plötuna "Because of the times" í dag.
Nashvillerokksveitin góðkunna Kings Of Leon sendir í dag frá sér sína þriðju stúdeóplötu. Platan sú heitir "Because Of The Times" og inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem mikið er spilað hér á landi. Titill plötunnar vísar til þess tíma þegar hljómsveitarmeðlimir voru að alast upp og fóru með foreldrum sínum á hina árlegu Because Of The Times (BOTT) ráðstefnu, en þar koma saman prestar, predikarar, trúboðar og aðrir boðberar fagnaðarerindisins, en faðir þriggja meðlima sveitarinnar er prestur.

Síðasta plata sveitarinnar "Aha Shake Heartbeat" kom út fyrir tveimur árum, en þeir Followill bræður Nathan, Caleb og Jared ásamt frænda sínum Matthew Fallowill sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 2003, en það var platan "Youth And Young Manhood". Sveitin hefur skapað sér sinn eigin stíl, en þessi suðurríkjarokksveit er nánast auðþekkjanleg fyrir hinn sérstæða söngstíl söngvarans og gítarleikarans Caleb Followil

Upptökutjórn á "Because Of The Times" var í höndum Ethan Johns (sem hefur m.a. unnið með Ray LaMontange og Ryan Adams) og Angelo Petraglia.

Kings of Leon hafa verið iðnir við að hita upp fyrir goðsagnir tónlistarinnar undanfarin ár. Árið 2005 hituðu þeir upp fyrir U2 og í fyrra hituðu þeir upp á tónleikaferðum Pearl Jam og síðar Bob Dylan. Til gamans má geta þess að eftir eina slíka upphitun hjá Dylan kom meistarinn baksviðs og spurði þá hvað lagið héti sem þeir spiluðu síðast í setti dagsins. Caleb tjáði honum að lagið héti Trani (sem er af fyrstu plötu sveitarinnar) og Dylan sagði það hafa verið fjandi gott lag...... það var besta kikk sem ég hef fengið um ævina segir Caleb Followill.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.