Tónlist

Cannibal Corpse áritar í Tónastöðinni

Tveir meðlimir Cannibal Corpse verða í Tónastöðinni á mánudaginn.
Tveir meðlimir Cannibal Corpse verða í Tónastöðinni á mánudaginn.
Alex Webster og Pat O'Brien, liðsmenn bandarísku dauðarokksveitarinnar Cannibal Corpse, mæta í Tónastöðina í Skipholti og árita á mánudaginn kl. 18.00.



Hljómsveitin heldur tvenna tónleika á Nasa um helgina. Þeir fyrri verða í kvöld fyrir tuttugu ára og eldri en þeir síðari, sem verða annað kvöld, verða fyrir alla aldurshópa. Enn eru til miðar á tónleikana og er miðaverð 2.500 krónur. Cannibal Corpse, sem hefur gefið út tíu hljóðsversplötur, er söluhæsta dauðarokkssveit allra tíma. Bíða þungarokksaðdáendur komu hennar til Íslands með mikilli eftirvæntingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.