Körfubolti

Friðrik Stefáns: Er hægt að hafa þetta betra?

Friðrik Stefánsson var langt frá sínu besta í kvöld
Friðrik Stefánsson var langt frá sínu besta í kvöld Mynd/Valli

Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði einbeitingarleysi hafa kostað liðið sigur í fjórða leiknum gegn Grindavík í kvöld. Liðin verða að mætast í oddaleik á fimmtudaginn og mæta þar annað hvort Snæfelli eða KR.

"Þeir stjórnuðu hraðanum í leiknum og við vorum að reyna að fara meira inn í teig, en það var ekki að ganga nógu vel hjá okkur. Svona tapaðir boltar og misnotuð vítaskot er eitthvað sem á ekki að sjást hjá jafn sterku liði eins og okkar og þetta er bara einbeitingarleysi hjá okkur.

Svona er bara úrslitakeppnin. Við vorum næstum búnir að tapa fyrir Hamri í fyrstu umferðinni og Grindavík er með hörkulið. Það þýðir ekkert að spá í hluti eins og breidd því þegar allt er talið eru þetta bara fimm leikmenn á móti fimm inni á vellinum að spila körfubolta. Er nokkuð hægt að biðja um þetta betra en fimm leiki í báðum seríum í undanúrslitunum?" sagði Friðrik í samtali við Sýn og sagðist vera til í að fara strax að spila oddaleikinn þegar hann var spurður hvort hann væri þreyttur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×