Lífið

Þorvaldur Davíð í Julliard listaháskólann

Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með eitt aðalhlutverka í sýningunni Killer Joe sem sýnd er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, hefur hlotið inngöngu í hinn virta Julliard listaháskóla í New York. Þorvaldur fór til New York í febrúar síðastliðnum og sótti um inngöngu í nokkra leiklistarskóla þar í borg.

Eins og sagt var frá í fjölmiðlum nýlega var Þorvaldur svo kallaður aftur til Bandaríkjanna um miðjan mars í lokaúrtak inntökuprófa í Julliard og þurfti þess vegna að gera hlé á sýningum á Killer Joe í Borgarleikhúsinu. Hann er fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta inngöngu í leiklistardeild Julliard.

Killer Joe hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda og gengið fyrir fullu húsi frá frumsýningu. Sýningum á Killer Joe lýkur í apríl, en verkið verður þó tekið aftur til sýninga næsta haust. Það er því ljóst að um síðustu forvöð er að ræða að sjá Þorvald Davíð í Killer Joe, enda flýgur Þorvaldur til Bandaríkjanna á haustmánuðum.

Næstu sýningar á Killer Joe eru í kvöld (fimmtudag), á morgun (föstudagskvöldið 30.mars) og svo verður aukasýning á skírdag, þann 5. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.