Íhuga að stefna ríki vegna reykingabanns 29. mars 2007 18:41 Eigandi Ölstofunnar í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita úrræða fyrir þá viðskiptavini ríkissjóðs sem krárnar þjónusta. Það er að segja - reykingamenn. Reykingabann gengur í gildi eftir tvo mánuði og eigendur Ölstofunnar íhuga að stefna ríkinu fyrir skerðingu á atvinnuréttindum. Eftir röska tvo mánuði verður þetta bannað. Að sitja með sinn öl á íslenskri krá og draga að sér tóbaksreyk. Skömmu áður en alþingi samþykkti að úthýsa reykingarmönnum af kaffihúsum og veitingastöðum - og vernda þar með heilsu starfsmanna, sýndi Gallupkönnun að um helmingur reykingarmanna er andvígur banninu sem tekur gildi þann 1. júní. Kormákur Geirharðsson, annar eiganda Ölstofunnar, segist leggja sig í líma við að þjónusta þá viðskiptavini ríkissjóðs sem kaupa sígarettur, en það verði honum erfitt eftir að reykingabannið gengur í gildi. Fólk má ekki taka með sér drykki út af barnum og eigendur mega ekki útbúa skýli eða afdrep fyrir reykingamenn. Kormákur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita lausna fyrir þá þúsundi Íslendinga sem reykja á krám. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður eigenda Ölstofunnar, hefur sent ríkislögmanni bréf til að óska eftir afstöðu hans til reykingabannsins. Málið snýst um hvort meðalhófs hafi verið gætt við setningu laganna. Samkvæmt meðalhófsreglunni má ekki taka íþyngjandi ákvörðun nema að lögmætu markmiði verði ekki náð með vægara móti. Erlendur segir að vel hefði mátt ná því markmiði að vernda heilsu starfsmanna með því að ganga skemur og leyfa eigendum kaffihúsa og veitingastaða að koma upp afdrepi fyrir reykingamenn. Fréttir Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Eigandi Ölstofunnar í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita úrræða fyrir þá viðskiptavini ríkissjóðs sem krárnar þjónusta. Það er að segja - reykingamenn. Reykingabann gengur í gildi eftir tvo mánuði og eigendur Ölstofunnar íhuga að stefna ríkinu fyrir skerðingu á atvinnuréttindum. Eftir röska tvo mánuði verður þetta bannað. Að sitja með sinn öl á íslenskri krá og draga að sér tóbaksreyk. Skömmu áður en alþingi samþykkti að úthýsa reykingarmönnum af kaffihúsum og veitingastöðum - og vernda þar með heilsu starfsmanna, sýndi Gallupkönnun að um helmingur reykingarmanna er andvígur banninu sem tekur gildi þann 1. júní. Kormákur Geirharðsson, annar eiganda Ölstofunnar, segist leggja sig í líma við að þjónusta þá viðskiptavini ríkissjóðs sem kaupa sígarettur, en það verði honum erfitt eftir að reykingabannið gengur í gildi. Fólk má ekki taka með sér drykki út af barnum og eigendur mega ekki útbúa skýli eða afdrep fyrir reykingamenn. Kormákur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita lausna fyrir þá þúsundi Íslendinga sem reykja á krám. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður eigenda Ölstofunnar, hefur sent ríkislögmanni bréf til að óska eftir afstöðu hans til reykingabannsins. Málið snýst um hvort meðalhófs hafi verið gætt við setningu laganna. Samkvæmt meðalhófsreglunni má ekki taka íþyngjandi ákvörðun nema að lögmætu markmiði verði ekki náð með vægara móti. Erlendur segir að vel hefði mátt ná því markmiði að vernda heilsu starfsmanna með því að ganga skemur og leyfa eigendum kaffihúsa og veitingastaða að koma upp afdrepi fyrir reykingamenn.
Fréttir Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira