Erlent

Segja veru hersins í Írak löglega

Abdullah er hann hélt ræðu sína í gær.
Abdullah er hann hélt ræðu sína í gær. MYND/AFP

Bandaríkjamenn hafna þeirri fullyrðingu Sádi-Araba að vera bandaríska hersins í Írak sé ólögleg. Þeir segja að herinn sé þar í boði írösku stjórnarinnar og samkvæmt reglugerðum frá Sameinuðu þjóðunum. Konungur Sádi-Arabíu, Abdullah, lýsti þessari skoðun sinni á leiðtogafundi Arabaríkja í gær.

Orðaskipti þessara miklu bandamanna, Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna, þykja gefa til kynna aukna spennu í samskiptum þeirra á sama tíma og Sádi-Arabía er að taka að sér æ stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum. Sádar héldu í síðasta mánuði fundi fyrir Hamas og Fatah samtökin sem enduðu með myndun þjóðstjórnar og núna hafa þeir snúið sér að deilu Ísraels og Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×