Erlent

Íranar segja ályktun öryggisráðsins ekki hjálpa til

Mahmoud Ahamadinejad, forseti Írans, segir Breta misskilja málið í heild sinni.
Mahmoud Ahamadinejad, forseti Írans, segir Breta misskilja málið í heild sinni. MYND/AP
Íranar hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir segja að ályktun Sameinuðu þjóðanna um áhyggjur vegna sjóliðamálsins hjálpi ekki til við að leysa deiluna. „Þetta mál er hægt að leysa og á að leysa með tvíhliða samskiptum. Ákvörðun Breta um að fara með málið fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hjálpar ekki til." sagði í tilkynningunni sem kom frá fastanefnd Írans hjá Sameinuðu þjóðunum.

Tengdar fréttir

Tyrkir biðja Írana að láta Turner lausa

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hringdi í forseta Íran, Mahmoud Ahmadinejad, í dag og bað hann að láta Faye Turner lausa. Íranar ætluðu upphaflega að sleppa henni en skiptu svo um skoðun og sögðu viðbrögð Breta vera ástæðuna. Turner er eina konan í hópi sjóliðanna sem Íranar handtóku síðastliðinn föstudag. Ahmadinejad er víst að íhuga bón Erdogans um þessar mundir. Ríkissjónvarpið í Íran skýrði frá þessu í dag.

Öryggisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna sjóliða

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem það lýsir yfir áhyggjum af handtökum Írana á 15 breskum sjóliðum. Upphaflega átti ályktunin að krefjast þess að Íranar létu sjóliðana lausa tafarlaust en eftir langar viðræður Breta og Rússa var sæst á að krefjast þess að sjóliðunum yrði sleppt fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×