Erlent

Saka kirkjuna um að veikja stjórnina

Jónas Haraldsson skrifar
Innanríkisráðherra Ítalíu hefur sakað rómversk-kaþólsku kirkjuna um að skipta sér af stjórnarmálum og veikja stjórnina. Kirkjan bað nefnilega presta sína að beita sér fyrir því að ný lög, sem að veita ógiftu fólki í sambúð, gagn- og samkynhneigðu, réttindi á við gift fólk.

Nýlegar skoðanakannanir sýna að flestir Ítalar eru fylgjandi því að lögunum verði breytt. Samkvæmt núgildandi lögum njóta pör í óvígðri sambúð ekki neinna réttinda. Þau fá ekki bætur, geta ekki átt eignir saman og erfa ekki hvort annað. Lögin eru því á skjön við það sem gengur og gerist í Evrópu í dag.

Eitt af kosningaloforðum Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, var að breyta þessum lögum. En meirihluti hans á þingi hangir á bláþræði og því hefur hann ekki enn lagt frumvarpið fram. Til þess að það verði samþykkt þarf hann stuðning allra stjórnarflokkanna en þeir hafa verið duglegir að kjósa gegn Prodi á mikilvægum stundum. Ef frumvarpið verður lagt fram og það fellt, gæti það leitt til þess að stjórnin falli einnig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×