Nýtt lag frá Þú og ég 14. júní 2007 05:00 Dúettinn hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu. Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar. „Gunni Þórðar átti nú þá hugmynd á sínum tíma að gera plötuna Ljúfa líf. Hann hringdi svo í okkur núna í vor og bað okkur um að syngja með Ragga Bjarna á plötu sem kemur út núna fyrir næstu jól,“ segir Jóhann Helgason annar helmingur dúettsins sem eins og flestir vita er einnig skipaður Helgu Möller. „Þegar við hittumst þarna aftur kom upp svona gamall fílingur. Seinna hringdi Gunni í okkur aftur og sagðist vera með lag og texta sem yrði eiginlega að koma út núna, út af textanum. Við skelltum okkur heim til hans og sungum þetta inn en hann kláraði svo lagið.“ Lagið er enn aðeins fáanlegt á tonlist.is en einnig hefur það heyrst á útvarpsstöðvum landsins. „Það er ekki nema við gerum einhverja safnplötu að það gæti verið gefið út. Lagið er nokkuð ósvipað okkar fyrri lögum, það er svolítið fullorðinslegt. Við höfum nú elst aðeins svo það er ekki sami ungæðishátturinn á þessu,“ segir Jóhann og útilokar ekki „kombakk“ frá dúettinum. „Ég ætla nú ekki að lofa því en um leið vil ég heldur ekki útiloka neitt.“ Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar. „Gunni Þórðar átti nú þá hugmynd á sínum tíma að gera plötuna Ljúfa líf. Hann hringdi svo í okkur núna í vor og bað okkur um að syngja með Ragga Bjarna á plötu sem kemur út núna fyrir næstu jól,“ segir Jóhann Helgason annar helmingur dúettsins sem eins og flestir vita er einnig skipaður Helgu Möller. „Þegar við hittumst þarna aftur kom upp svona gamall fílingur. Seinna hringdi Gunni í okkur aftur og sagðist vera með lag og texta sem yrði eiginlega að koma út núna, út af textanum. Við skelltum okkur heim til hans og sungum þetta inn en hann kláraði svo lagið.“ Lagið er enn aðeins fáanlegt á tonlist.is en einnig hefur það heyrst á útvarpsstöðvum landsins. „Það er ekki nema við gerum einhverja safnplötu að það gæti verið gefið út. Lagið er nokkuð ósvipað okkar fyrri lögum, það er svolítið fullorðinslegt. Við höfum nú elst aðeins svo það er ekki sami ungæðishátturinn á þessu,“ segir Jóhann og útilokar ekki „kombakk“ frá dúettinum. „Ég ætla nú ekki að lofa því en um leið vil ég heldur ekki útiloka neitt.“
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira