Hvíti víkingurinn verður Embla 14. júní 2007 08:00 Loksins er Hvíti víkingurinn orðin að myndinni sem hún átti að vera. „Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein