Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 19:18 Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér. Fréttir Innlent Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér.
Fréttir Innlent Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira