Erlent

Hálsbrotinn í 10 ár

Vera Einarsdóttir skrifar
MYND/Vísir

14 ára drengur í Dorset á suður Englandi var hálsbrotinn í 10 ár. Hann spilaði rúgbý, lék sér á brimbretti og hjólaði um á fjallahjóli án þess að hafa hugmynd um brotið. 14 ára gamall fór hann að finna til og upplifði jafnvægisleysi. Þegar hann missti skyndilega meðvitund komust læknar að því að hann væri hálsbrotinn.

Í hönd fór þriggja tíma aðgerð þar sem brotið var lagað. Skurðlæknirinn Evan Davies sagði við Sky fréttastofuna að hann hefði haft áhyggjur af því að drengurinn myndi fá áfall eða verða lamaður í aðgerðinni. Aðgerðin gekk þó vel og drengurinn er á góðum batavegi. Brotið átti sér stað þegar hann var fjögurra ára gamall en ekki er vitað hvað olli því. Faðir drengsins sagði að í ljósi þess hversu virkur hann hefur verið í gegnum tíðina sé það kraftaverki líkast að ekki hafi farið verr. Skurðlæknirinn sagði að hann hafi aldrei lent í tilfelli sem þessu á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×