Erlent

Barack Obama fær flest fjárframlög

Umsjónarmenn kosningabaráttu Obama segja hann vera með mikinn stuðning frá almenningi - með 250.000 framlög, sem er meira en nokkur annar frambjóðandi.
Umsjónarmenn kosningabaráttu Obama segja hann vera með mikinn stuðning frá almenningi - með 250.000 framlög, sem er meira en nokkur annar frambjóðandi. MYND/AFP

Barack Obama er sá frambjóðandi demókrata sem hefur sankað að sér flestum fjárframlögum í kosningabaráttu sinni. Hann fékk um 30 milljónir dollara, eða um 1,8 milljarða íslenskra króna, í framlög á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hillary Clinton var rétt undir þeirri upphæð.

Samtals hafa þau tvö nú safnað meiri fjármunum en allir frambjóðendur demókrata höfðu gert fyrir kosningarnar árið 2004. Mun minni peningar renna til frambjóðenda repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×