Velheppnað popp 1. júlí 2007 01:30 Good Girl Gone Bad Rihanna HHH Good Girl Gone Bad ristir ekki djúpt, en lögin eru góð og útsetningarnar eru nógu frísklegar til að halda athyglinni. Gott dæmi um vel heppnað vinsældarpopp. Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum laganna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetningarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atomic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð poppplata. Hún samanstendur af kraftmiklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athyglinni. Og þetta er ekki plata með örfáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðnaðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heildarsvip. Rihanna er líka ágæt söngkona. Hljómurinn í röddinni hennar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Trausti Júlíusson Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum laganna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetningarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atomic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð poppplata. Hún samanstendur af kraftmiklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athyglinni. Og þetta er ekki plata með örfáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðnaðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heildarsvip. Rihanna er líka ágæt söngkona. Hljómurinn í röddinni hennar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Trausti Júlíusson
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira