Sumartónleikar tvítugir 4. júlí 2007 07:30 Nýja bænhúsið á Rönd við Sandvatn verður vígt á sunnudag sem hluti opnunarhátíðar Sumartónleika á Mývatni sem fagna nú tuttugu ára afmæli. Á þessu sumri eru tuttugu ár liðin síðan Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hratt Sumartónleikum á Mývatni af stað. Þessi menningarauki fyrir heimamenn og gesti hefur árlega glætt sumarnóttina tónabirtu þó atriðin hafi mörg verið flutt af fáum en vel sótt. Vegna afmælisársins verður efnt til þriggja daga hátíðar um komandi helgi og því ekki ráð nema í tíma sé tekið fyrir þá sem vilja leggja land undir fót og hópast norður í Mývatnssveit. Sóknarnefnd Reykjahlíðarkirkju hefur keypt flygil sem tekinn verður í notkun við hátíðlega athöfn á föstudagskvöld kl. 20.30. Þar flytur ávarp Pétur Snæbjörnsson, formaður sóknarnefndar, sr. Örnólfur Ólafsson fer með blessunarorð. en síðan er tónlistarflutningur: Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó, Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Sveinn Hjörleifsson, tenór, Margrét Bóasdóttir, sópran, flytja blandað prógram. Á laugardagskvöldið kl. 21 mun jafnaldri Sumartónleikanna og þátttakandi í upphafstónleikunum 1987, þá reyndar í móðurkviði, Benedikt Kristjánsson, tenór, syngja við píanóleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Benedikt lauk framhaldsprófi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor. Sólveig Anna er Akureyringur og vel þekktur tónlistarmaður um allt land. Á efnisskrá eru íslensk sönglög, ítalskar aríur og ljóðasöngvar eftir Grieg, Schubert og Fauré. Sunnudaginn 8. júlí kl. 14.00 verður í fyrsta sinn almenn guðsþjónusta í Bænhúsinu á Rönd við Sandvatn, en bænhúsið er gert eftir teikningum af miðaldakirkjunni í Reykjahlíð. Prófastur Þingeyjarprófastdæmis, Jón Ármann Gíslason, ásamt sóknarpresti, Örnólfi Ólafssyni, Sighvati Karlssyni og Kristjáni Val Ingólfssyni annast messuna og kirkjukórar í Mývatnssveit syngja. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á að koma að bænhúsinu, sem er eftirlíking miðaldakirkjunnar í Reykjahlíð, teiknuð af Herði Ágústssyni, arkitekt. Bænhúsið er í einkaeign á landareign Randar við Sandvatn, vestan Mývatns. Messugestir eru beðnir að klæðast samkvæmt veðri. Gott er að taka með sér tjaldstól, þar sem messan fer að mestu fram utandyra. Prestar; sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, Örnólfur Ólafsson, Sighvatur Karlsson og Kristján Valur Ingólfsson. Kórar Reykjahlíðarkirkju og Skútustaðakirkju syngja. Tónlist: Ástríður Pétursdóttir, klarinett og Benedikt Kristjánsson tenór. Söngstjóri er Margrét Bóasdóttir en hún er listrænn stjórnandi Sumartónleika í Mývatnssveit þetta árið en næstu helgar verða þar í boði tónleikar af ýmsum toga. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Á þessu sumri eru tuttugu ár liðin síðan Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hratt Sumartónleikum á Mývatni af stað. Þessi menningarauki fyrir heimamenn og gesti hefur árlega glætt sumarnóttina tónabirtu þó atriðin hafi mörg verið flutt af fáum en vel sótt. Vegna afmælisársins verður efnt til þriggja daga hátíðar um komandi helgi og því ekki ráð nema í tíma sé tekið fyrir þá sem vilja leggja land undir fót og hópast norður í Mývatnssveit. Sóknarnefnd Reykjahlíðarkirkju hefur keypt flygil sem tekinn verður í notkun við hátíðlega athöfn á föstudagskvöld kl. 20.30. Þar flytur ávarp Pétur Snæbjörnsson, formaður sóknarnefndar, sr. Örnólfur Ólafsson fer með blessunarorð. en síðan er tónlistarflutningur: Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó, Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Sveinn Hjörleifsson, tenór, Margrét Bóasdóttir, sópran, flytja blandað prógram. Á laugardagskvöldið kl. 21 mun jafnaldri Sumartónleikanna og þátttakandi í upphafstónleikunum 1987, þá reyndar í móðurkviði, Benedikt Kristjánsson, tenór, syngja við píanóleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Benedikt lauk framhaldsprófi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor. Sólveig Anna er Akureyringur og vel þekktur tónlistarmaður um allt land. Á efnisskrá eru íslensk sönglög, ítalskar aríur og ljóðasöngvar eftir Grieg, Schubert og Fauré. Sunnudaginn 8. júlí kl. 14.00 verður í fyrsta sinn almenn guðsþjónusta í Bænhúsinu á Rönd við Sandvatn, en bænhúsið er gert eftir teikningum af miðaldakirkjunni í Reykjahlíð. Prófastur Þingeyjarprófastdæmis, Jón Ármann Gíslason, ásamt sóknarpresti, Örnólfi Ólafssyni, Sighvati Karlssyni og Kristjáni Val Ingólfssyni annast messuna og kirkjukórar í Mývatnssveit syngja. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á að koma að bænhúsinu, sem er eftirlíking miðaldakirkjunnar í Reykjahlíð, teiknuð af Herði Ágústssyni, arkitekt. Bænhúsið er í einkaeign á landareign Randar við Sandvatn, vestan Mývatns. Messugestir eru beðnir að klæðast samkvæmt veðri. Gott er að taka með sér tjaldstól, þar sem messan fer að mestu fram utandyra. Prestar; sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, Örnólfur Ólafsson, Sighvatur Karlsson og Kristján Valur Ingólfsson. Kórar Reykjahlíðarkirkju og Skútustaðakirkju syngja. Tónlist: Ástríður Pétursdóttir, klarinett og Benedikt Kristjánsson tenór. Söngstjóri er Margrét Bóasdóttir en hún er listrænn stjórnandi Sumartónleika í Mývatnssveit þetta árið en næstu helgar verða þar í boði tónleikar af ýmsum toga.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira