Einkavæðing fyrir hvern? 4. júlí 2007 06:00 Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitarfélaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing heldur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðingar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seldir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjónustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seldur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virðist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í opinberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eigenda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suðurnesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum löndum, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæstreng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitarfélaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing heldur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðingar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seldir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjónustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seldur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virðist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í opinberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eigenda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suðurnesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum löndum, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæstreng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun