Víða rata gullasnarnir 6. júlí 2007 08:00 Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar