Dungen: Tio bitar - tvær stjörnur 8. júlí 2007 12:00 Dungen fer úr spennandi, fallegum og ferskum afthvarfspælingum í hið gagnstæða. Þó ekki alslæm með öllu. Dungen er hljómsveit (í raun verk eins manns, Gustav Ejstes) frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar skífur en síðasta plata, Ta det lungt, sló í gegn meðal tónlistarspekúlanta víða um heim og hróður hennar barst víða. Vinsældirnar eru ekki síður óvenjulegar í ljósi þess að allir textar Dungen eru sungnir á sænsku (reyndar færir sænskan tónlistinni einn sinn helsta ljóma). Platan bar með sér innihaldsríkar rokkpælingar undir augljósum áhrifum tilraunakennds sækadelíurokks. Þrátt fyrir þessi áhrif var margt nýtt að gerast á plötunni. Hljómurinn var einstakur og nokkur lög algerar rokkperlur. Á þessari skífu hefur dæmið hins vegar snúist að mestu leyti við. Í staðinn fyrir að útfæra eitthvað nýtt útfrá gömlum grunni hljómar Tio bitar meira eins og verið sé að herma eftir gömlu dóti. Verst er samt hversu lagasmíðum Dungen hefur hrakað. Intro plötunnar gefur strax til kynna að hér er ekki allt með felldu. Næsta lag á eftir, Familj, bjargar hins vegar miklu enda besta lag plötunnar. Því næst kemur margt sem minnir á Ta det lungt en nær sjaldnast að hreyfa við manni. Voða mikið verið að hjakka í sama farinu. Platan hefur þó sína kosti og er engin gallsúr leiðindi. Du ska inte tro att det ordnar sig er hið fínasta retro-rokk. Er til dæmis töluvert betra en tónlist áströlsku sveitarinnar Wolfmother sem er svolítið af svipuðu meiði og Dungen en nýtur töluvert meiri vinsælda. Mörg lög innihalda líka efnilegar pælingar sem síðan dofna út og enda í ófrumlegum og hugmyndasnauðum langlokum. Samt eru flest lögin ekki nema um fjórar mínútur. Hið nærri níu mínútna Mon Amour er þannig hátindur leiðindanna. Mér þykir pínu óþægilegt að gagnrýna Dungen svona mikið enda átti ég von á fínni dráttum. Heildin er ekki viðunandi en samt sem áður má alveg finna nokkra góða hluti. Áhugamenn um sækadelískt rokk geta fengið fullt fyrir sinn snúð. Má ég ekki samt frekar mæla með Ta det lungt? Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Dungen er hljómsveit (í raun verk eins manns, Gustav Ejstes) frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar skífur en síðasta plata, Ta det lungt, sló í gegn meðal tónlistarspekúlanta víða um heim og hróður hennar barst víða. Vinsældirnar eru ekki síður óvenjulegar í ljósi þess að allir textar Dungen eru sungnir á sænsku (reyndar færir sænskan tónlistinni einn sinn helsta ljóma). Platan bar með sér innihaldsríkar rokkpælingar undir augljósum áhrifum tilraunakennds sækadelíurokks. Þrátt fyrir þessi áhrif var margt nýtt að gerast á plötunni. Hljómurinn var einstakur og nokkur lög algerar rokkperlur. Á þessari skífu hefur dæmið hins vegar snúist að mestu leyti við. Í staðinn fyrir að útfæra eitthvað nýtt útfrá gömlum grunni hljómar Tio bitar meira eins og verið sé að herma eftir gömlu dóti. Verst er samt hversu lagasmíðum Dungen hefur hrakað. Intro plötunnar gefur strax til kynna að hér er ekki allt með felldu. Næsta lag á eftir, Familj, bjargar hins vegar miklu enda besta lag plötunnar. Því næst kemur margt sem minnir á Ta det lungt en nær sjaldnast að hreyfa við manni. Voða mikið verið að hjakka í sama farinu. Platan hefur þó sína kosti og er engin gallsúr leiðindi. Du ska inte tro att det ordnar sig er hið fínasta retro-rokk. Er til dæmis töluvert betra en tónlist áströlsku sveitarinnar Wolfmother sem er svolítið af svipuðu meiði og Dungen en nýtur töluvert meiri vinsælda. Mörg lög innihalda líka efnilegar pælingar sem síðan dofna út og enda í ófrumlegum og hugmyndasnauðum langlokum. Samt eru flest lögin ekki nema um fjórar mínútur. Hið nærri níu mínútna Mon Amour er þannig hátindur leiðindanna. Mér þykir pínu óþægilegt að gagnrýna Dungen svona mikið enda átti ég von á fínni dráttum. Heildin er ekki viðunandi en samt sem áður má alveg finna nokkra góða hluti. Áhugamenn um sækadelískt rokk geta fengið fullt fyrir sinn snúð. Má ég ekki samt frekar mæla með Ta det lungt? Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira