Tónlist

Potts gefur út plötu

Paul Potts á aðdáendur um allan heim eftir að myndbrot með söng hans sló í gegn á YouTube.
Paul Potts á aðdáendur um allan heim eftir að myndbrot með söng hans sló í gegn á YouTube.

Paul Potts, símasölumaðurinn sem nýlega vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með frammistöðu sinni í þáttunum Britain"s got talent, hefur lokið við upptökur á sinni fyrstu plötu og er hún væntanleg í verslanir í næstu viku.

Sem kunnugt er sigraði Potts í keppninni en hann er tenór sem einbeitir sér að poppklassík, ekki ósvipað og Garðar Thor Cortes. Reyndar eru þrjú laga Potts á plötunni, Nessun Dorma, Caruso og Nella Fantasia, að finna einnig á plötu Garðars Thors.

„Lögin sem ég valdi á plötuna skipa sérstakan sess í hjarta mínu vegna minninganna sem tengjast þeim,“ segir Potts.

Plata Potts ber heitið One change og mun í fyrstu fara í verslanir í fimmtán löndum, meðal annars Bandaríkjunum, Ástralíu og öllum stærstu Evrópulöndunum. Talið er að platan geti fært Potts yfir hálfan milljarð í tekjur. „Það er ótrúlegt að mér skuli vera sýndur svona mikill áhugi um heim allan. Ég ætla ekki að klúðra þessu tækifæri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×